From Sólveig Pálsdóttir Facebook page: Four apperances for The Fox (Refurinn) on the Best of lists for 2020! Here you can see Crimefictionlover (https://crimefictionlover.com/…/the-top-five-crime…/) and The Financial Times. – I am very proud and joyous! Happy New Year! 0 People Reached 0 Engagements Boost Unavailable Líkar þetta Skrifa ummæli Deila
Hið íslenska glæpafélag veitti Sólveigu Pálsdóttur Blóðdropann, verðlaun fyrir bestu íslensku glæpasögu ársins, fyrir bók hennar „Fjötra“ í dag. Tuttugu bækur voru tilnefndar til verðlaunanna í ár og hafa þær aldrei verið fleiri. „Fjötrar“ er fimmta bók Sólveigar og segir bókin frá konu sem finnst látin í klefa sínum í fangelsinu á Hólmsheiði. Í umsögn dómnefndar segir að Sólveig flétti í bókinni á frumlegan og öruggan hátt saman „sögum af mannshvarfi, misnotkun og sjálfsskaða í spennandi frásögn sem litast af …
Join “Dr. Noir” in conversation with two bestselling Icelandic writers whose work is not widely available in English—yet! 🇮🇸 🇮🇸 Sólveig Pálsdóttir’s first novel Leikarinn (The Actor) earned rave reviews and is developed as a motion picture. She recently released her fifth best seller, Refurinn (The Fox). All her novels have been shortlisted for the Icelandic crime fiction award. 🇮🇸 Óskar Guðmundsson trained as an optician. His very first novel, HILMA, won Iceland’s crime fiction award, Blóðdropann (Blood Drop), in …
Fimmta bók Sólveigar Pálsdóttur, Fjötrar, er nýkomin út og þar höldum við áfram að kynnast rannsóknarlögreglumanninum Guðgeiri sem hefur ekki beint fetað beinu brautina í starfi sínu. Hvers vegna valdi Sólveig hann sem aðalrannsakanda og hefur hún hugleitt að koma honum fyrir kattarnef? Hvers vegna valdirðu glæpasagnaformið? „Þessu er öfugt farið því glæpasagnaformið valdi mig. Fyrsta bókin mín, Leikarinn, kom út árið 2012 en sagan hafði verið að þróast í tvö til þrjú ár. Persónurnar Alda sem vinnur við kvikmyndagerð …
Sólveig Pálsdóttir rithöfundur og bæjarlistamaður Seltjarnarness fagnaði í vikunni útgáfu fimmtu bókar sinnar sem ber heitið Fjötrar. Gleðskapurinn fór fram í Sjávarklasanum og vel á annað hundruð manns lögðu leið sína út á Granda til að samfagna með höfundinum. Þeirra á meðal var rjóminn af glæpasagnahöfundum landsins en Yrsa Sigurðardóttir, Lilja Sigurðardóttir og Óskar Guðmundsson nældu sér öll í eintak í veislunni. Fjötrar segja frá konu sem finnst látin í klefa sínum í fangelsinu á Hólmsheiði. Guðgeir og félagar hans …
Breskir framleiðendur vinna nú að gerð sjónvarpsþáttaraðar sem byggir á íslensku skáldsögunni Refurinn eftir Sólveigu Pálsdóttur. Þættirnir verða teknir upp hérlendis og er verið að skoða leikara í helstu hlutverk. „Ég reyni nú að halda mér á jörðinni en auðvitað er þetta æðislega gaman. Ég neita því ekki,“ segir Sólveig þegar hún er spurð hvernig henni líði með þau tíðindi að gera eigi sjónvarpsþætti upp úr bók hennar. Sjá nánar.
Sólveig Pálsdóttir rithöfundur er bæjarlistamaður Seltjarnarness 2019. Þetta er í 23. sinn sem bæjarlistamaður Seltjarnarness er útnefndur en í fyrsta skipti sem að rithöfundur hlýtur þennan heiður. Sólveig er fjölhæf á sviði lista, skapandi greina og miðlunar. Hún er menntuð leikkona og starfaði sem slík auk þess að vera dagskrárgerðarmaður hjá RÚV á árunum 1982 til 1990. Á árinu 1996 lauk Sólveig námi í almennri bókmenntafræði og námi til kennsluréttinda frá Háskóla Íslands. Hún hefur starfað sem íslenskutjáningar- og leiklistarkennari …