„Auðvitað er þetta æðislega gaman“
Breskir framleiðendur vinna nú að gerð sjónvarpsþáttaraðar sem byggir á íslensku skáldsögunni Refurinn eftir Sólveigu Pálsdóttur. Þættirnir verða teknir upp hérlendis og er verið að skoða leikara í helstu hlutverk.
„Ég reyni nú að halda mér á jörðinni en auðvitað er þetta æðislega gaman. Ég neita því ekki,“ segir Sólveig þegar hún er spurð hvernig henni líði með þau tíðindi að gera eigi sjónvarpsþætti upp úr bók hennar.